Ertu með hugbúnaðarverkefni sem kallar á mannskap sem þú býrð ekki að? Ekkert vandamál, við setjumst niður og sérsníðum teymi fyrir þitt verkefni.

Í samstarfi við fremstu fyrirtæki á sviði útvistunar í Póllandi mönnum við teymi forritara, hönnuða og prófara með þekkingu og reynslu til að leysa þitt verkefni!

Hentar útvistun mínu verkefni?

Hvenær hentar að fá  utanaðkomandi teymi að hugbúnaðarverkefnum fyrirtækis? Þessa spurningu þarf að svara fyrir hvert verkefni. Lokaverkefni Björns í MPM náminu fjallaði um þessa spurningu.  Meginniðurstaðan var sú að því minni kröfur til þekkingarmiðlunar sem verkefni felur í sér því betur henta teymi sem mönnuð eru utan fyrirtækisins. Því þarf að velja verkefni til útvistunar með eftirfarandi spurningar í huga. Gerir verkefnið kröfur til teymisins um:

  1. Þekkingu á ákveðinni tækni, tólum eða aðferðum (t.d. Javascript, WordPress, TDD, o.s.frv.)? Hér eru útvistuð teymi kostur því hægt er að velja meðlimi með rétta þekkingu og reynslu!
  2. Þekkingu á sviði fyrirtækisins  (e. domain knowledge)?
  3. Þekkingu á þeirri lausn sem bæta á við? (á við ef verkefni snýst um að byggja ofan á lausn sem til er í dag)

Hér þarf að athuga hvort verkefnið sem um ræðir krefst þekkingar sem er ekki til staðar og meta hvort það svari kostnaði að byggja upp þekkingu sem upp á vantar.  

Sérsniðið teymi að þínu verkefni

Er þekking í ákveðinni tækni krítísk fyrir verkefnið en það svarar ekki kostnaði fyrir þitt fyrirtæki að ráða starfsmann í fullt starf? Í samstarfi við fremstu fyrirtæki á sviði útvistunar í Póllandi eru teymi forritara, hönnuðar og prófara mönnuð  með rétta þekkingu og reynslu til að leysa þitt verkefni. Sérsniðið teymi með þekkingu og reynslu á tækni sem þú vilt byggja á til framtíðar er góður kostur!

Hvað með viðhald af lausninni?

Er hægt að tryggja að viðhald afurðar verkefnisins eftir verkefnalok verði ekki kostnaðarsöm? Já margt er hægt að gera. Ef hugmyndin er að byggja ofan á afurð verkefnisins er mikilvægt að tilnefna tæknilegan tengilið, reyndan aðila innan fyrirtækis sem tekur lykilákvarðanir um tæknilega útfærslu og ráðleggur nýju teymi. Tæknilegur tengiliður myndi m.a. samþykkja högun kerfisins, ráðleggja með val á forritunarsöfnun (e. software libraries), rýna kóða, o.s.frv. Allt með það að markmiði að auðvelda afhendingu lausnarinnar í rekstur og viðhaldsfasa.

Eru starfsmenn útvistunarfyrirtækja nægjanlega öflugir?

Envision starfar aðeins með útvistunarfyrirtækjum sem fá topp endurgjöf viðskiptavina. Meðlimir teymisins eru valdir eftir þörfum hvers verkefnis. Horft er til þess að ná réttri blöndu af reynslu og þekkingu í samræmi við kröfur viðskiptavina og væntingar um kostnað. Ef þess er óskað tekur tæknilegur tengiliður verkkaupa þátt í að velja starfsmenn í teymið.

Hvað með notendaupplifun?

Vegna þess hve notendaupplifun, notendaviðmót (e. UX, UI) er mikilvægur hluti hugbúnaðarlausna starfar Envision einungis með útvistunarfyrirtækjum sem bjóða upp á reynda hönnuði. Envision hefur aflað sér þekkingar og byggir á margra ára reynslu af því að vinna með hönnuðum að lausnum sem notendur skilja og eiga auðvelt með að tileinka sér. Hvort sem hönnuður verkefnisins er starfsmaður útvistunarfyrirtækis eða starfsmaður verkkaupa mun Envision sannreyna krítíska þætti í hönnun lausnarinnar, til að koma í veg fyrir kostnaðarsamar umbætur síðar.

Einn fremsti vöru- og verkefnastjóri á landinu í þínu liði!

Björn Brynjar hefur ástríðu fyrir starfinu og er óstöðvandi að leita sér þekkingar og reyna nýjar aðferðir. Hugbúnaðarlausnir sem ná árangri krefjast samvinnu margra aðila með þekkingu á víðu sviði. Til að leiða verkefni þar sem taka þarf tillit til margra sjónarmiða hefur Björn lagt sig fram við að skilja betur þær mismunandi faggreinar sem hugbúnaðarverkefni koma nálægt. Björn hefur stúderað stjórnun fyrirtækja, stefnumótun, nýsköpun, markaðsetningu, vörutextaskrif, atferlishagfræði, sálfræði, hönnun viðmóta, notendaupplifun, o.fl. Ennfremur hefur Björn farið djúpt í Agile, straumlínu-, verkefna- og vörustjórnun. Að neðan er brot af því efni sem Björn hefur kynnt sér í þessum tilgangi:

Þetta er tæplega 10% þess efnis sem Björn hefur stúderað á síðustu árum, sjá nánar á goodreads.com. Allt til þess að skilja betur þau mismunandi sjónarmið sem skipta máli til að geta unnið á skilvirkan hátt með fjölbreyttum hópi fólks til að ná sem bestum árangri.

Hafðu samband og ræðum málin nánar!