101 Productions, hópurinn á bakvið útvarpstöðina 101.live, hristi hressilega upp í farsímamarkaði á dögunum þegar símafélag framtíðarinnar, 101 Sambandið, var kynnt í Hörpunni. Sjá nánar myndbandið hér að neðan, kynning Sambandsins byrjar á tólftu mínútu.

Viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum og 101 Sambandið er komið á skrið. En hver er sagan á bakvið þennan árangur og með hvaða hætti kom Envision að verkefninu?

Envision kom að verkefninu snemma árs 2019 og leiddi verkefnið frá upphafi til enda, allt frá hugmyndafasa til afhendingar í rekstur. Lykill að árangri í verkefni sem þessu er #1 traust, #2 að byggja á þekkingu teymisins, #3 beita aðferðum sem færustu teymin í heimi nota.  Nánar um hvað skilur flest teymi frá þeim bestu í þessum pistli.

Hugmyndafasi

Í  upphafi verkefnisins leiddi Envision vinnustofu þar sem farið var yfir bakgrunn verkefnisins, markmið og viðskiptlegar forsendur. Farið var yfir hvernig vinnan yrði unnin, hugarflug um áskoranir og spurningar sem þurfti að svara. Í kjölfarið leiddi Envision teymið í gegnum hugmyndafasa verkefnisins, þar var sett fram tilgáta að viðskiptalíkani og hugmyndir um  hvernig lausnin myndi virka.

Hugmyndafasi. Viðskiptalíkan og virðiskort lausnarinnar.

Í kjölfarið, einnig í hugmyndafasa, leiddi Envision vinnustofu með starfsmönnum 101.live sem voru í markhópi og teiknaði upp virðiskort lausnarinnar (e. value proposition canvas). Virðiskortið varð síðan lykill að lausninni sem lagt var upp með að smíða. Nánar um hvernig þessi hluti verkefnisins var unninn hér: Frá hugmynd að lausn - lykilspurningar hugmyndafasa.

Uppgötvunarfasi

Í kjölfarið var farið af stað með uppgötvunarfasa verkefnsins (e. discovery phase) þar sem saga notenda í gegnum kerfið (e. user story mapping) var teiknuð upp og ítruð með lykilhagsmunaaðilum. Í þessari vinnu var aðkoma þjónustufulltrúa mikilvæg. Þau rýndu sögu notenda og auðkenndu hvar algeng vandamál koma upp. Með þróunarteyminu og sérfræðingum voru hannaðar lausnir sem með öllu útrýmdu ákveðin vandamál sem notendur lenda í. Önnur vandamál voru mörg leyst með því að gera notendum kleift að leysa úr þeim sjálf.

Uppgötvunarfasi. Saga notenda, smíði frumgerða og sannreyning.

Hrá frumgerð af lausninni var unnin byggð á sögu notenda og notuð í fyrsta lagi til sannreyna lykiltilgátur í viðskiptalíkaninu. Í öðru lagi til að a) sannreyna að lausnin leysi vandamál notenda, b) að notendur geti auðveldlega tileinkað sér lausnina og c) til að geta unnið mat á tæknilegri útfærslu og umfangi. Nánar um þetta hér: Fjárfestu í vöruumbótum sem standast væntingar.

Frumgerðin var sem sagt notuð til að keyra notendaprófanir snemma í ferlinu sem gerði mögulegt að prófa tilgátur á viðskiptalíkani m.a. og finna lausnir. Hver ítrun skilaði betri lausn og með þessari nálgun voru lykilþættir sannreyndir snemma í ferlinu sem gerði breytingar mögulegar og jafnframt ódýrar.  

Þróunarfasi

Hugbúnaðarþróun byrjaði samhliða vinnu í uppgötvunarfasa. Envision leiddi þróunarteymið, skilgreindi notendasögur og keyrði Agile þróunarferli. Envision vann náið með viðmótshönnuði lausnarinnar og sérfræðingum á ýmsum sviðum til að finna lausnir á áskorunum sem upp komu. Envision vann texta í Sambands appinu og skilgreindi hugtakalykil til að samræma textanotkun Sambandsins í ólíkum miðlum.

Þróunarfasi.

Envision leiddi vinnustofu um markaðsetningu Sambandsins á vormánuðum með 101 teyminu, markaðstjóra og lykilhagsmunaðilum í verkefninu. Þar var lagður grunnur að því með hvaða hætti lausnin yrði sett á markað. Í kjölfarið vann Envision með vörustjóra lausnarinnar að aðgreiningu vörunnar á markaði og hugmyndavinnu að sölupunktum á markaðsíðu sem rýmaði við niðurstöður greiningarvinnu með markhópi sem unnin var í hugmyndafasa. Envision leiddi einnig smíði markaðsíðu Sambandsins.  

Unnið var náið með sérfræðingi og þjónustufulltrúum að smíði þjónustuvélmenni Sambandsins, Veru. Auðkenndum og útfærðum svör Veru við stórum hluta fyrirspurna sem berast þjónustuveri.

Útgáfufasi

Envision vann með lykilhagsmunaðilum að útgáfu og afhendingu lausnarinnar í rekstur. Vann náið með þjónustufulltrúum til að aukenna upplýsingar og aðgerðir svo hægt væri að leysa úr vandamálum notenda strax eða koma málum áfram til úrlausnar á hjá réttum aðilum. Skilgreindi og setti upp ferla fyrir þrjú þjónustustig.

Útgáfufasi. Útgáfa lausnar og afhending í rekstur. 

Samantekt

Stór hluti nýrrar þjónustu á einstaklingsmarkaði nær ekki markmiðum sínum. Samkvæmt Journal of Product Innovation & Management, New Product Failure Rates nær um 45% nýrrar þjónustu ekki settu marki.

Mikið er skrifað um hvað veldur, samanber hbr.com, inc.com og fleiri.  Í þessu verkefni, með þessari nálgun voru margar lykilákvarðanir teknar á leiðinni byggt á nýjum upplýsingum sem komu í ljós þegar við prófuðum hina ýmsu þætti lausnarinnar. Upphaflega hugmyndin að verkefninu var sterk. En stýrihópur verkefnisins sem tók þátt í umræðum og ákvörðunartöku um lykilatriði var sammála um að lausnin sem fór á markað nú í ágúst er mun sterkari en lausnin sem upphaflega var lagt upp með.

Eftir um þrjár vikur í loftinu eru móttökur fólks við þjónustu Sambandsins framar vonum. Hvort markmið Sambandsins til lengri tíma náist á eftir að koma í ljós en byrjunin sannarlega lofar góðu!

Ef þú ert með hugmynd að vöru eða þjónustu sem á að fara á markað og vilt fræðast nánar um þessa nálgun sem færustu teymin í heimi nota hafðu þá samband!