Seljahverfi, borðtennis, tölvunarfræði og MPM!
Björn ólst upp í Seljahverfi í Breiðholtinu og eftir grunnskóla fór hann í Menntaskólann við Hamrahlíð. Björn æfði borðtennis frá 11 ára aldri, fór m.a. til Kína í tveggja mánaða æfingabúðir á sextánda ári og landaði nokkrum íslandsmeistaratitlum á ferlinum. Björn hóf nám í tölvunarfræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist árið 2001 með B. Sc. í Tölvunarfræði. Fimm árum síðar fór Björn í framhaldsnám í verkefnastjórnun og útskrifaðist árið 2008 með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) frá Háskóla Íslands. Árið 2009 gifist Björn ástinni sinni, Ernu Kristjánsdóttur og eiga þau tvö börn og einn hund.
Ástríða fyrir hugbúnaðarþróun
Björn hefur brennandi ástríðu fyrir hugbúnaðarþróun sem kviknaði strax sumarið árið 2000, en þá átti Björn eitt ár eftir í tölvunarfræðinni. Það sumar vann Björn hjá litlu sprotafyrirtæki að því koma fyrstu útgáfu af lausn Stonewater International (síðar Calidris og enn síðar Sabre Airline Solutions) í loftið hjá Icelandair. Þetta sumar kviknaði neisti og mikil forvitni fyrir þessari grein sem brennur enn í dag.
Endalaus forvitni og djúp þekking á víðu sviði
Björn er óstöðvandi að leita sér þekkingar og reyna nýjar aðferðir. Hugbúnaðarlausnir sem ná árangri krefjast samvinnu margra aðila með þekkingu á víðu sviði. Til að leiða verkefni þar sem taka þarf tillit til margra sjónarmiða hefur Björn lagt sig fram við að skilja betur mismunandi faggreinar sem hugbúnaðarverkefni koma nálægt. Björn hefur stúderað stjórnun fyrirtækja, stefnumótun, nýsköpun, markaðsetningu, atferlishagfræði, sálfræði, hönnun viðmóta, notendaupplifun, ritun vörutexta, o.fl. Ennfremur hefur Björn farið djúpt í Agile, straumlínu-, verkefna- og vörustjórnun. Að neðan er brot af því efni sem Björn hefur kynnt sér á síðustu misserum:
Björn hefur stúderað rúmlega 230 bækur á þessari vegferð, sjá nánar á goodreads.com. Allt til þess að skilja betur þau mismunandi sjónarmið sem skipta máli til að geta unnið á skilvirkan hátt með fjölbreyttum hópi fólks til að ná sem bestum árangri.